top of page
DSC_5891_edited.jpg

CANTOQUE ENSEMBLE

Cantoque Ensemble
at Dark Music Days 2024 

©Hans Vera

Um okkur

Cantoque Ensemble er átta til tólf radda atvinnusönghópur sem inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir söng sinn.

 

Cantoque Ensemble var stofnað 2017 út frá samstarfi við barokk-hljómsveitirnar Höör Barock og Camerata Öresund þegar þær voru með tónleika á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð. Tónleikarnir hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2017. Árið eftir hélt Cantoque Ensemble ferna tónleika með útsetningum á íslenskum þjóðlögum. Einnig flutti hópurinn kantötur eftir J. S. Bach á Sumartónleikum í Skálholti, með Bachsveitinni í Skálholti undir stjórn hins rómaða barokkstjórnanda Andreas Spering.

 

Árið 2019 hófst samstarf Cantoque Ensemble við Steinar Loga Helgason. Fyrsta verkefnið með honum var að flytja Jóhannesarpassíu J. S. Bach ásamt barokkbandinu Brák. Árið eftir hélt hópurinn tvenna tónleika með nýrri íslenskri söngtónlist á Sumartónleikum í Skálholti og einnig á Sönghátíð í Hafnarborg undir stjórn Steinars Loga.

 

Hópurinn hélt samstarfi sínu við Camerata Öresund áfram árið 2021, en einnig starfaði með þeim barokkhópurinn Ensemble Nylandia frá Svíþjóð í tónlistarverkefni sem fram fór á Íslandi og í Danmörku og var tónleikum hópsins sjónvarpað á barokkhátíðinni BarokkiKuopio í Finnlandi. Þeir tónleikar hlutu tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Cantoque hélt jafnframt tónleika á Myrkum músíkdögum 2022 þar sem kórtónlist Jóns Nordal var í öndvegi. Tónleikarnir voru undir stjórn Steinars Loga Helgasonar og lofaðir í hástert, jafnt af gagnrýnendum sem tónleikagestum. Í framhaldi tók Cantoque þátt í PODIUM, kynningardagskrá Íslenskrar tónverkamiðstöðvar á Myrkum músíkdögum 2023.

Árið 2023 hóf Cantoque samstarf við Ensemble Choeur3 og listræna stjórnandann Abéliu Nordmann sem er með aðsetur í Sviss en starfar yfir landamæri til Frakklands og Þýskalands. Saman fluttu hóparnir hina þekktu messu Frank Martin í nýjum búningi ásamt íslenskum verkum og endurfluttu síðan efnisskrána á lokatónleikum Sönghátíðar í Hafnarborg. Í Sviss flutti Cantoque einnig alíslenska efnisskrá til kynningar á þekktum íslenskum kórverkum ásamt því að halda masterklass fyrir stjórnendur og kórsöngvara á Basel-svæðinu. 

darkmusicdays2022_cantoqueensemble_edite

Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2022

Hvað aðrir sögðu

,,Kórinn samanstóð af átta manns, allt vönum og skóluðum röddum. Söngvararnir sungu hreint og af viðeigandi tilfinningu. Stjórn Steinars Loga var vönduð og örugg: hann hafði þægilega nærveru."

,,Þar var til dæmis Lofsöngur Maríu eftir Þorvald Örn Davíðsson: hrífandi lag sem kórinn söng einkar fallega. María, drottins liljan eftir Báru Grímsdóttur var líka fallegt, en í laginu myndaði kórinn nostursamlegan vef áleitinna hendinga, sem sköpuðu sterk hughrif. Tvö Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar voru einnig heillandi, enda túlkuð af miklu næmi af Steinari Loga og söngvurum."

,,Syngur sumarregn eftir Hildigunni Rúnarsdóttur var grípandi, sömu sögu er að segja um Örlög eftir Þóru Marteinsdóttur og Afmorsvísu eftir Snorra Sigfús Birgisson. Eitt fallegasta lagið var þó eftir Hafstein Þórólfsson og hét 2020. Það var fullt af óræðum tilfinningum sem vöktu eitthvað innra fyrir manni, virkilega seiðandi skáldskapur. Lag eftir kórstjórann rak svo lestina, Upp vek þú mál mitt, sem var fjörugur og kraftmikill endir ágætlega lukkaðra tónleika." (Jónas Sen, Fréttablaðið, 15.7.2020)

​

​

(Jónas Sen, Fréttablaðið, 15.7.2020)

​

"But it was the closing piece that proved not only the most memorable of the concert, but of everything i experienced at this year’s festival. A number of the pieces Cantoque performed displayed a more simple harmonic character, somewhere between folk song and hymnody, and it’s this that typifies Nordal’s Smávinir fagrir, composed way back in 1940 (when the composer must have been no older than 14). Cantoque’s slow, almost stately, rendition of the song was gorgeous enough, so excruciatingly lovely that it was impossible not to well up; but after the song’s final cadence, conductor Steinar Logi Helgason turned to the audience, whereupon everyone in the building, in full 4-part harmonies, sang the song again in its entirety. i’m not even going to try to pretend that i wasn’t a complete mess by the end; i can probably count on one hand the number of times i’ve been at a performance so completely overflowing with emotional power, composer, performers and audience all joined in the most profound, heartfelt musical unity."

​

​

(5against4)
 

​

Hafðu samband

Takk!

bottom of page